Stal upplýsingum um milljónir manna og stærði sig af því á netinu Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. júlí 2019 08:45 Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Vísir/getty Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna. Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna.
Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira