Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2019 07:15 Táragasi var beitt á mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30