Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2019 07:15 Táragasi var beitt á mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30