Ógnaði þingmanni sem var mótfallinn Brexit Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 22:59 Heidi Allen sagði sig úr Íhaldsflokknum í febrúar vegna Brexit. Vísir/Getty Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn. Bretland Brexit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Ian Couch var dæmdur í 24 vikna fangelsi fyrir hótanir í garð þingmannsins Heidi Allen á Internetinu. Dómari í málinu sagði framkomu Couch í garð Allen vera „ógnvekjandi“ og augljóslega hótanir. Ástæða hótananna var sú að Allen var mótfallin Brexit en Couch, sem er fyrrum landgönguliði, er hlynntur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Maðurinn birti meðal annars greinargóðar loftmyndir af heimili þingmannsins og sagði í færslum á samfélagsmiðlum að honum væri skapi næst að gera heimilisfang hennar opinbert. Degi eftir að hafa birt myndir af heimili hennar sendi hann Allen tölvupóst þar sem hann sagði marga hafa beðið sig um myndir af heimili hennar en hann hafi neitað að senda þær þar sem hann dáðist af störfum hennar í þágu kjördæmisins. Í vitnisburði Allen kom fram að hún hafi upplifað mikla hræðslu vegna skilaboða Couch, bæði heima hjá sér og í hverfi sínu, og hafi átt erfitt með svefn. Hún hafi komið upp öryggisbúnaði á heimili sínu og hætt að fara út að hlaupa þar sem hún hafi upplifað sig í hættu. Dómarinn sagði alveg ljóst að framganga Couch hafi verið til þess fallin að vekja upp ótta og með því að birta myndir af heimili hennar hafi hann sett hana í hættu. Hann hafi gefið það í skyn að fólkið sem hefði áhuga á að vita heimilisfang hennar ætti það til að „missa stjórn á sér“. Þá sagði dómarinn störf Couch í þágu lands og þjóðar vera vitnisburð um mikið hugrekki en í kjölfarið hafi hann þurft að glíma við geðræn vandamál. Það væri árás á lýðræðið að ógna þingmönnum með þessum hætti. „Ef fólk er of hrætt, of ógnað, til þess að starfa sem þingmenn, þá er grafið undan lífsgæðum hins almenna borgara,“ sagði dómarinn.
Bretland Brexit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira