Ísland fær aftur CrossFit mót en nú fer það fram í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:00 Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars. Fréttablaðið/Ernir Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni. CrossFit Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni.
CrossFit Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira