Yankees og White Sox spila alvöru leik á "Field of Dreams“ vellinum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:30 Þekkt atriði úr myndinni Field of Dreams sem kom í bíó árið 1989. AP/Charlie Neibergall Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira