Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 18:27 Fjölskylda Noru óttast að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Vísir/EPA Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi. Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58
Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11