Inter birti myndband af Lukaku í búningi Inter á Twitter-síðu sinni.
| THIS PLAYER...#NotForEveryone@RomeluLukaku9pic.twitter.com/pDuKLiNS58
— Inter (@Inter) August 8, 2019
Lukaku lék með United í tvö ár en félagið keypti hann frá Everton fyrir 75 milljónir punda. Talið er að Inter hafi borgað United 74 milljónir punda fyrir Belgann. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Inter.
Lukaku, sem er 26 ára, skoraði 42 mörk í 96 leikjum fyrir United.
Hjá Inter leikur Lukaku undir stjórn Antonios Conte sem reyndi að fá Belgann til Chelsea á sínum tíma.