Tiger Woods hefur leik löngu áður en áhorfendum verður hleypt inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 09:00 Það er örugglega langt síðan að Tiger Woods spilaði holur í golfmóti án þess að hafa áhorfendur. Vísir/ Mike Lawrie Enginn áhorfandi færi tækifæri til að fylgjast með fyrstu holunum hjá nokkrum af stærstu nöfnunum í golfheiminum þegar keppni hefst í FedEx bikarnum á Northern Trust golfmótinu. Ástæðan er þrumuveður sem gekk yfir svæðið seint á miðvikudagskvöldið eða aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að byrja en mótið er spilað hjá Liberty National golfklúbbnum í Jersey City í New Jersey fylki. Mikill vindur og rigning skemmdu hluta af byggingum við völlinn sem og veitingatjöldin sem áttu að þjóna áhorfendum. Enginn slasaðist en mótshaldarar þurfa tíma til að laga til eftir storminn.Some of the biggest names in golf will play the first several holes of the FedEx Cup Playoffs with just about nobody watching. https://t.co/X321BGCugD — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 8, 2019Það var tekinn sú ákvörðun að kylfingar muni hefja leik á réttum tíma, klukkan sjö um morguninn að staðartíma, en að mótshaldarar fái að nýta morguninn til að laga til. Engum áhorfanda verður því hleypt inn á svæðið fyrr en klukkan tíu eða þremur tímum eftir að fyrstu kylfingar fara út. Meðal þeirra stórstjarna sem byrja að spila án þess að hafa áhorfendur eru Tiger Woods, Brooks Koepka og Rory McIlroy. Tiger hefur leik klukkan 7.43 og spilar því lengst af þessum þremur án þess að hafa áhorfendur. Þetta verður örugglega mjög sérstakt fyrir Tiger Woods sem er gríðarlega vinsæll kylfingur og nær öruggt að flestir áhorfendur safnist í kringum holuna sem hann er að spila hverju sinni. „Við erum að stunda íþrótt sem fer fram utanhúss. Móðir náttúra kemur stundum í heimsókn og breytir okkar plönum. Við erum þakklát fyrir að enginn slasaðist og að við getum lagað það sem skemmdist. Okkur hlakkar til að taka á móti bestu kylfingum heims sem og öllum áhorfendunum sem hafa beðið eftir þessu móti allt þetta ár,“ sagði Julie Tyson, framkvæmdastjóri The Northern Trust í tilkynningu. Northern Trust golfmótið er það fyrsta af þremur í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 70 efstu kylfingarnir af þeim 125 sem keppa á Northern Trust golfmótinu komast áfram á næsta mót sem er BMW Championship. Aðeins 30 komast síðan á lokamótið sem er Tour Championship og fer fram nærri Atlanta í Georgíu fylki. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enginn áhorfandi færi tækifæri til að fylgjast með fyrstu holunum hjá nokkrum af stærstu nöfnunum í golfheiminum þegar keppni hefst í FedEx bikarnum á Northern Trust golfmótinu. Ástæðan er þrumuveður sem gekk yfir svæðið seint á miðvikudagskvöldið eða aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að byrja en mótið er spilað hjá Liberty National golfklúbbnum í Jersey City í New Jersey fylki. Mikill vindur og rigning skemmdu hluta af byggingum við völlinn sem og veitingatjöldin sem áttu að þjóna áhorfendum. Enginn slasaðist en mótshaldarar þurfa tíma til að laga til eftir storminn.Some of the biggest names in golf will play the first several holes of the FedEx Cup Playoffs with just about nobody watching. https://t.co/X321BGCugD — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 8, 2019Það var tekinn sú ákvörðun að kylfingar muni hefja leik á réttum tíma, klukkan sjö um morguninn að staðartíma, en að mótshaldarar fái að nýta morguninn til að laga til. Engum áhorfanda verður því hleypt inn á svæðið fyrr en klukkan tíu eða þremur tímum eftir að fyrstu kylfingar fara út. Meðal þeirra stórstjarna sem byrja að spila án þess að hafa áhorfendur eru Tiger Woods, Brooks Koepka og Rory McIlroy. Tiger hefur leik klukkan 7.43 og spilar því lengst af þessum þremur án þess að hafa áhorfendur. Þetta verður örugglega mjög sérstakt fyrir Tiger Woods sem er gríðarlega vinsæll kylfingur og nær öruggt að flestir áhorfendur safnist í kringum holuna sem hann er að spila hverju sinni. „Við erum að stunda íþrótt sem fer fram utanhúss. Móðir náttúra kemur stundum í heimsókn og breytir okkar plönum. Við erum þakklát fyrir að enginn slasaðist og að við getum lagað það sem skemmdist. Okkur hlakkar til að taka á móti bestu kylfingum heims sem og öllum áhorfendunum sem hafa beðið eftir þessu móti allt þetta ár,“ sagði Julie Tyson, framkvæmdastjóri The Northern Trust í tilkynningu. Northern Trust golfmótið er það fyrsta af þremur í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 70 efstu kylfingarnir af þeim 125 sem keppa á Northern Trust golfmótinu komast áfram á næsta mót sem er BMW Championship. Aðeins 30 komast síðan á lokamótið sem er Tour Championship og fer fram nærri Atlanta í Georgíu fylki.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira