Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Sala á viðarvörn í BYKO hefur aukist um 200 prósent. Fréttablaðið/Valli „Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
„Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent