Reiðhjólamaður var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir að hann lenti í árekstri við ökumann vespu á göngustíg í Laugardal skömmu eftir klukkan þrjú í dag.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um mann í æðistkasti sem hafi brotið húsgögn og hent til hlutum á Laugavegi um klukkan tvö í dag. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands hans.
Um klukkustund síðar var tilkynnt um ofurölvi mann að angra vegfarendur við Hlemm. Hann var einnig handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Hjól og vespa rákust saman í Laugardal
Kjartan Kjartansson skrifar
