Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2019 12:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14