Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 11:16 Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01