Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 10:26 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Vísir/Pjetur „Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira