Belginn, Bjorg Lambrecht, lést eftir árekstur við steypuklump er um 50 kílómetrar voru eftir af degi þrjú í gær.
Í dag tóku forráðamenn keppninnar þá ákvörðun um að stytta leið dagsins úr 173 kílómetrum niður í 133,7 kílómetra til þess að minnast Bjorg.
An emotional tribute to our @bjorg_lambrecht today. We can no longer see you with our eyes, but we will feel you in our hearts forever! pic.twitter.com/s4lBHVKSTq
— Lotto Soudal (@Lotto_Soudal) August 6, 2019
Mínútu þögn var haldinn í upphafi dagsins í dag og einnig á þeim stað sem atvikið átti sér stað í gær sem leiddi til dauða Belgans unga.
Fyrrum liðsfélagar Bjorg, hjá Lotto-Soudal, voru með sorgarbönd en Bjorg var talinn einn efnilegasti hjólreiðamaður Belga áður en atvikið hræðilega átti sér stað í gær.