Leikmenn og dómarar í Pepsi Max deildar karla og öðrum deildum á Íslandi verða að passa sig á einu í leikjum kvöldsins. Það er búið að banna eitt sem sum knattspyrnulið voru farnir að nýta sér í nýju knattspyrnureglunum.
Alþjóðanefnd Knattspyrnusambanda hefur gefið út nánari fyrirmæli um framkvæmd markspyrnu eftir að sumir fóru að nýta sér nýjar reglur til að koma boltanum á auðveldan hátt í hendur markvarðar síns.
Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.
Sérfræðingar Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda (IFAB) eru ekki sammála því hvort þetta sé innan marka knattspyrnulaganna og mun málið vera skoðað betur á næstunni.
Á meðan ákvörðun hefur ekki verið tekin er óheimilt að framkvæma markspyrnu á þann hátt að markvörður vippi boltanum til samherja sem sendir til baka með höfði, brjósti hné eða læri á markvörðinn. Í því tilfelli ber að endurtaka markspyrnuna.
FIFA og IFAB er að skoða málið betur og ljóst er að innan skamms tíma munu koma frekari fyrirmæli um þessa framkvæmd.
Banna nýju útfærsluna á markspyrnu og segja frekari fyrirmæli vera á leiðinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn
