Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:11 Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, sem starfar í ferðaþjónustu, lét í ljós þakklæti sitt eftir að björgunarsveitir á Vestfjörðum komu honum og vinafólki hans til hjálpar á Hornströndum laust eftir miðnætti. Landhelgisgæslan Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt. Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt.
Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50
Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21