Þrír voru vistaðir í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í austurbæ Reykjavíkur í nótt þar sem lögregla fékk tilkynningum um hávaða frá samkvæmi í heimahúsi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem er farið yfir helstu mál næturinnar. Ekki voru veittar frekari upplýsingar í dagbók lögreglu um þá þrjá sem voru vistaðir í fangklefa vegna hávaðans í heimahúsi. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið þegar Vísir hafði samband við hann.
Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Lögreglan handtók mann í Grafarvogi vegna húsbrots og vopnalaga, þá var annar maður handtekinn í Garðabæ vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn einnig með fíkniefni meðferðis, laus að sýnatöku lokinni.
Sérsveitin handtók þrjá eftir að tilkynnt hafði verið um hávaða
Birgir Olgeirsson skrifar
