Enski boltinn

Sane búinn að ná samkomulagi við Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane í leik með Man. City á undirbúningstímabilinu.
Sane í leik með Man. City á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Leroy Sane, framherji Manchester City, hefur náð munnlegu samkomulagi við Bayern Munchen um kaup og kjör gangi hann í raðir félagsins.

Fréttastofa Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu en Manchester City og Bayern Munchen eiga enn eftir að ná samkomulagi um kaupverð.

Þýska liðið hefur ekki farið leynt með það hversu mikið þeir vilja klófesta Þjóðverjann í sumar en hann hefur neitað áframhaldandi samning hjá Man. City.

Semji Sane í Þýskalandi á hann fyrir salti í grautinn en talið er að Sane og Bayern hafi samið um árslaun upp á átján milljónir evra.

Spurning er hvort Sane verði í eldlínunni í dag er spilað verður um Samfélagsskjöldinn á Englandi.

Flautað verður til leiks klukkan 14. 00 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×