Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 10:29 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að. Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Um tuttugu hvalir eru dauðir í fjörunni við Útskálakirkju í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu þeirra sem strönduðu þar í gærkvöldi. Sjávarlíffræðingur segir ekki eina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna grindhvalirnir ákváðu að synda upp í fjöruna. Líklega hafi þeir verið í fæðuleit þegar stórstreymt var en svo fjarað hratt undan þeim. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir mikið um grindhvali úti fyrir vestanvert landið sem hætti sér oft á tíðum ansi nálægt landi. Breytingin hafi orðið á útbreiðslu þeirra og þeir virðist vera að sækja í ný og varhugaverð fæðusvæði sem þeir þekkja ekki vel. Hún segir hvalina í mikilli lífshættu þegar þeir stranda. Dýrin eru um tonn að þyngd og ekki gerðir fyrir þurrt land. Líkami þeirra hafi aðlagast því að vera í sjó þar sem þeir eru léttari en þegar komið er á þurrt land eykst þyngd þeirra til muna og álagið á líffærin um leið. Það geti valdið því að þeir verða fyrir losti vegna álags og fara í hjartastopp. Þeir eiga einnig hættu á að ofþorna í þessum aðstæðum og geta þá ekki stýrt hitastigi líkamans eins vel og í sjónum. Sumir engjast mikið um fjörunni og valda sér miklum skaða þannig. Edda segir að svo virðist vera að kálfarnir þoli þetta álag ekki eins vel og fullorðnu dýrin, þrátt fyrir að vera léttari á sér. Hún segir björgunarsveitarmenn hafa unnið mikið og öflugt starf við að halda hvölunum á lífi í nótt og koma þeim á flot í morgun þegar flæddi að.
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag. 3. ágúst 2019 08:09