Brotum fækkar á milli ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 04:00 Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. „Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira