Enski boltinn

Staðfestir að tilboð United í Maguire hafi verið samþykkt: „Klassa leikmaður og frábær maður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í leik með Leicester á undirbúningstímabilinu.
Maguire í leik með Leicester á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, staðfesti í gærkvöldi að tilboð Manchester United í miðvörðinn Harry Maguire hafi verið samþykkt.

Talið er að United borgi rúmlega 80 milljónir punda fyrir enska miðvörðinn og greindu enskir fjölmiðlar frá því í gær að tilboð United hafi verið samþykkt.

Rodgers staðfesti þetta svo við fjölmiðla í gær þar sem hann hrósaði einnig Maguire í hástert og segir að hann sé alvöru atvinnumaður.





„Það hafa verið viðræður milli félagnana og það er eittvað eftir. Harry á eftir að fara í læknisskoðun og semja um kaup og kjör,“ sagði Leicester-stjórinn við Sky Sports í gærkvöldi.

„Hann er topp klassa leikmaður og einnig frábær maður. Hann hefur verið mikill atvinnumaður og verið hliðhollur liðinu sínu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×