Íslensku stelpurnar komast allar áfram í gegnum 20 manna niðurskurðinn. Staðan eftir annan keppnisdag er því sem hér segir.
Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku kvennanna en hún er í 10.sæti, Annie Mist Þórisdóttir fylgir fast á hæla hennar í 12. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir kemur þar næst í 14.sæti.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn en hún kláraði í 20.sæti.
Björgvin Karl Guðmundsson situr í áttunda sæti. Einungis 20 keppendur munu hefja keppni á morgun.
Keppni hefst um klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun og verður textalýsing sem og bein útsending hér á Vísi og á Stöð 2 sport 3.
Ragnheiður Sara rétt slapp við niðurskurðinn

Tengdar fréttir

Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara
Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit.

Oddrún Eik dottin úr keppni á heimsleikunum
Oddrún Eik hafnaði í 39.sæti eftir aðra keppnisgrein í dag og er hún því dottin út úr keppninni.

Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands.