Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 15:09 Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30
Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30