Fyrir 34 árum vígðu þeir fyrsta gervigrasið á Íslandi en í kvöld komast þeir „loksins“ í beina á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 13:30 Steve Foster var áberandi á vellinum með þykka hvíta hárbandið sitt. Hann spilaði á gervigrasinu í Laugardal fyrir að verða 35 árum síðan. Getty/Bob Thomas Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985 Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira