Bjartar sveiflur spila fyrir vestan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:45 Hljómsveitin Bjartar sveiflur mætir á Flateyri annað sumarið í röð. Mynd/Magnús Andersen Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira