Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Guðni Ágústsson skrifar 2. ágúst 2019 08:30 Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun