Fallast á niðurstöðu siðanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 16:08 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur ákveðið að fallast á mat siðanefndar vegna Klausturmálsins svokallaða. Greint er frá þessu á vef Alþingis en niðurstaða siðanefndar er að tveir þingmenn Miðflokksins, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, hafi brotið gegn siðareglum Alþingis með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur síðastliðið haust. Siðanefndin taldi að þingmenn Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þáverandi þingmönnum Flokks fólksins, hefðu ekki brotið gegn siðareglunum. Í áliti sínu vísaði siðanefnd í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur ákveðið að fallast á mat siðanefndar vegna Klausturmálsins svokallaða. Greint er frá þessu á vef Alþingis en niðurstaða siðanefndar er að tveir þingmenn Miðflokksins, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, hafi brotið gegn siðareglum Alþingis með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur síðastliðið haust. Siðanefndin taldi að þingmenn Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þáverandi þingmönnum Flokks fólksins, hefðu ekki brotið gegn siðareglunum. Í áliti sínu vísaði siðanefnd í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira