Enski boltinn

Pépé til Arsenal fyrir metverð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pépé fagnar marki með Lille.
Pépé fagnar marki með Lille. vísir/getty
Fílbeinsstrendingurinn Nicolas Pépé er genginn í raðir Arsenal frá Lille.



Arsenal borgaði 72 milljónir punda fyrir Pépé sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann leikur í treyju númer 19 hjá Arsenal.

Pépé, sem er 24 ára, átti frábært tímabil með Lille í fyrra og skoraði þá 22 mörk og gaf ellefu stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni.

Pépé, sem leikur jafnan á hægri kantinum, lék 79 leiki með Lille í öllum keppnum og skoraði 37 mörk.

Hann hefur leikið 15 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina og skorað fjögur mörk.

Auk Pépés hefur Arsenal keypt Gabriel Martinelli og William Saliba og fengið Dani Ceballos á láni frá Real Madrid. Saliba var keyptur frá Saint-Étienne og lánaður strax aftur til franska félagsins út næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×