Berglaug Petra myndar næturlífið og leitar að hamingjunni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Berglaug Petra er 26 ára gömul og vinnur sem ljósmyndari. Berglaug Petra er 26 ára ljósmyndari auk þess sem hún er starfsmaður í félagsmiðstöð. Hún segist elska bæði störfin sín. Í byrjun árs 2018 útskrifaðist Berglaug úr Ljósmyndaskólanum og síðan þá hefur hún getið sér góðs orðspors sem ljósmyndari í tónlistarsenunni. Makamál fengu að sjá myndir eftir Berglaugu frá næturlífinu í Reykjavík og forvitnast aðeins um ljósmyndunina og hvernig það er að vera ung og einhleyp í borginni. Berglaug segist hafa verið sjúk í hiphop og rapp síðan hún var unglingur og þar af leiðandi sé hún undir áhrifum frá þeirri senu í ljósmyndun sinni. Ég hef svolítið verið að sækjast í að mynda hiphop senuna á Íslandi. Ég mynda mikið á tónleikum og hef svo verið að skjóta cover og fleira fyrir listamennBerglaug PetraHvenær byrjaðir þú að taka myndir?Ætli ég hafi ekki byrjað þegar ég fékk litla stafræna myndavél í fermingargjöf. Þá var ég með allskonar emo/norna myndatökur, það var svolítið stemmningin sem ég var að vinna með þá, mikið Avril Lavigne og Charmed í bland við Sex and the City.Myndavélin fór á hilluna á meðan ég var í menntaskóla en eftir það fór ég að mynda frekar mikið og fór svo í Ljósmyndaskólann. Amma mín var mjög dugleg að mynda fólkið í kringum sig. Ætli ég hafi ekki smitast af henni.Er eitthvað sérstakt sem þú ert að reyna að fanga með myndunum þínum? Ætli ég sé ekki aðalega að reyna að fanga stemminguna. Eitthvað sem fær þig til að brosa eða langa til að hafa verið á staðnum. Svo vill maður að myndirnar veki upp spurningar. Þetta er svo mikið reflex dæmi, sérstaklega þegar ég er að mynda næturlífið eða t.d tónleika. Myndirnar sýna bara hvað greip mig á ákveðnu augnabliki.Berglaug PetraNú tekur þú mikið myndir af næturlífinu í Reykjavík, hugsar þú þetta sem einhverja dagbók eða svona heimildar myndatökur? Sitt lítið af hvoru. Ég reyni að pæla ekki of mikið í því sem ég er að gera, ég treysti því bara að ef ég er að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og er dugleg þá kemur þetta allt heim og saman á endanum. Talandi um næturlífið í Reykjavík, hvernig myndir þú lýsa því í dag?Ég myndi ekki titla mig sem neinn sérfræðing þegar kemur að næturlífinu, þar sem ég er afskaplega heimakær á Prikinu. Vissulega á maður það til að kíkja eitthvert annað, svona á tyllidögum.Ég er samt yfirleitt fljót að skila mér aftur uppá Prik. Það er bara einhvern veginn alltaf eitthvað í gangi þar, tónleikar, pop up viðburðir, skemmtilegt fólk, bestu plötusnúðarnir og bara almennt frekar góð stemmning (ath. þetta er ekki auglýsing samt).Berglaug PetraÞegar Berglaug er spurð að því hvernig sé að vera einhleyp í Reykjavík er hún fljót að svara: Það er skít-fínt að vera single í Reykjavík. Ég er sjálf utan af landi, úr 650 manna bæ, þannig það er allavega meira úrval hér en þar. Ég var bara í léttu sjokki fyrstu mánuðina eftir að ég flutti í bæinn, svo mikið af sætum strákum allt í einu. Svo verður hver stórborg eins og smábær ef maður eyðir nógu miklum tíma þar. NæturlífiðBerglaug PetraHvernig myndir þú lýsa íslenskum karlmönnum? Sumir eru æði aðrir ekki. Maður á náttúrlega aldrei að alhæfa, en út frá mínum óformlegu rannsóknum þá eru þeir nú flestir ágætir. Þori ekki að tjá mig meira um það. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum?Já ég er á Tinder.Ég var í sambandi þegar Tinder kom fyrst og ég ætlaði gjörsamlega að FOMO-a yfir mig. Var svo fljót að komast að því að ég væri ekki að missa af miklu. Þetta er bara tölvuleikur. Miklu skemmtilegra að fá útvarpskveðju eða póstkort. (Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir skammstöfunin FOMO, Fear of missing out, eða á íslensku óttinn við að missa af)Berglaug bætir því svo við að henni finnist samfélagsmiðillinn Instagram verða orðinn stærsta stefnumótaforritið. NæturlífiðBerglaug PetraFerðu oft á stefnumót?Nei get ekki sagt að ég fari oft á stefnumót. Er það stefnumót þegar maður hittir sætan strák niðrí bæ kl. 03:00? Eða er það ísrúntur kl 22:00?Hvað finnst þér heillandi í fari manneskju?Það er svo ótrúlega margt. Mér finnst það alltaf mjög heillandi þegar fólk hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Jákvætt hugarfar og taka lífinu ekki of alvarlega. Líka alltaf mikill plús þegar fólk er fyndið. Svo agalega gaman að hlægja. NæturlífiðBerglaug PetraÞegar Berlaug er innt eftir einhverjum krassandi sögum af næturlífi Reykjavíkur er hún fljót að svara:Ég hugsa að bestu sögurnar séu bannaðar innan 18 ára svo veit ekki hvort þær eigi heima hér á Vísi. Að lokum, myndir þú segja að þú værir að leita að ástinni?Ég er bara að leita að hamingjunni, kannski er það ástin kannski eitthvað annað. Það verður bara að koma í ljós. Berglaug Petra segist alltaf hafa haft áhuga á hiphoppi og rappi og vera undir miklum áhrifum tónlistarsenunnar í ljósmyndun sinni.Makamál þakka Berglaugu kærlega fyrir spjallið og hlakka til að fylgjast með þessari hæfileikaríku stelpu í komandi framtíð. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Berglaugar hér. Ástin og lífið Næturlíf Tengdar fréttir Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00 Nína vildi raunverulegar ástarsögur í útvarpið Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára, sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega. 1. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Berglaug Petra er 26 ára ljósmyndari auk þess sem hún er starfsmaður í félagsmiðstöð. Hún segist elska bæði störfin sín. Í byrjun árs 2018 útskrifaðist Berglaug úr Ljósmyndaskólanum og síðan þá hefur hún getið sér góðs orðspors sem ljósmyndari í tónlistarsenunni. Makamál fengu að sjá myndir eftir Berglaugu frá næturlífinu í Reykjavík og forvitnast aðeins um ljósmyndunina og hvernig það er að vera ung og einhleyp í borginni. Berglaug segist hafa verið sjúk í hiphop og rapp síðan hún var unglingur og þar af leiðandi sé hún undir áhrifum frá þeirri senu í ljósmyndun sinni. Ég hef svolítið verið að sækjast í að mynda hiphop senuna á Íslandi. Ég mynda mikið á tónleikum og hef svo verið að skjóta cover og fleira fyrir listamennBerglaug PetraHvenær byrjaðir þú að taka myndir?Ætli ég hafi ekki byrjað þegar ég fékk litla stafræna myndavél í fermingargjöf. Þá var ég með allskonar emo/norna myndatökur, það var svolítið stemmningin sem ég var að vinna með þá, mikið Avril Lavigne og Charmed í bland við Sex and the City.Myndavélin fór á hilluna á meðan ég var í menntaskóla en eftir það fór ég að mynda frekar mikið og fór svo í Ljósmyndaskólann. Amma mín var mjög dugleg að mynda fólkið í kringum sig. Ætli ég hafi ekki smitast af henni.Er eitthvað sérstakt sem þú ert að reyna að fanga með myndunum þínum? Ætli ég sé ekki aðalega að reyna að fanga stemminguna. Eitthvað sem fær þig til að brosa eða langa til að hafa verið á staðnum. Svo vill maður að myndirnar veki upp spurningar. Þetta er svo mikið reflex dæmi, sérstaklega þegar ég er að mynda næturlífið eða t.d tónleika. Myndirnar sýna bara hvað greip mig á ákveðnu augnabliki.Berglaug PetraNú tekur þú mikið myndir af næturlífinu í Reykjavík, hugsar þú þetta sem einhverja dagbók eða svona heimildar myndatökur? Sitt lítið af hvoru. Ég reyni að pæla ekki of mikið í því sem ég er að gera, ég treysti því bara að ef ég er að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og er dugleg þá kemur þetta allt heim og saman á endanum. Talandi um næturlífið í Reykjavík, hvernig myndir þú lýsa því í dag?Ég myndi ekki titla mig sem neinn sérfræðing þegar kemur að næturlífinu, þar sem ég er afskaplega heimakær á Prikinu. Vissulega á maður það til að kíkja eitthvert annað, svona á tyllidögum.Ég er samt yfirleitt fljót að skila mér aftur uppá Prik. Það er bara einhvern veginn alltaf eitthvað í gangi þar, tónleikar, pop up viðburðir, skemmtilegt fólk, bestu plötusnúðarnir og bara almennt frekar góð stemmning (ath. þetta er ekki auglýsing samt).Berglaug PetraÞegar Berglaug er spurð að því hvernig sé að vera einhleyp í Reykjavík er hún fljót að svara: Það er skít-fínt að vera single í Reykjavík. Ég er sjálf utan af landi, úr 650 manna bæ, þannig það er allavega meira úrval hér en þar. Ég var bara í léttu sjokki fyrstu mánuðina eftir að ég flutti í bæinn, svo mikið af sætum strákum allt í einu. Svo verður hver stórborg eins og smábær ef maður eyðir nógu miklum tíma þar. NæturlífiðBerglaug PetraHvernig myndir þú lýsa íslenskum karlmönnum? Sumir eru æði aðrir ekki. Maður á náttúrlega aldrei að alhæfa, en út frá mínum óformlegu rannsóknum þá eru þeir nú flestir ágætir. Þori ekki að tjá mig meira um það. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum?Já ég er á Tinder.Ég var í sambandi þegar Tinder kom fyrst og ég ætlaði gjörsamlega að FOMO-a yfir mig. Var svo fljót að komast að því að ég væri ekki að missa af miklu. Þetta er bara tölvuleikur. Miklu skemmtilegra að fá útvarpskveðju eða póstkort. (Fyrir þá sem ekki vita þá þýðir skammstöfunin FOMO, Fear of missing out, eða á íslensku óttinn við að missa af)Berglaug bætir því svo við að henni finnist samfélagsmiðillinn Instagram verða orðinn stærsta stefnumótaforritið. NæturlífiðBerglaug PetraFerðu oft á stefnumót?Nei get ekki sagt að ég fari oft á stefnumót. Er það stefnumót þegar maður hittir sætan strák niðrí bæ kl. 03:00? Eða er það ísrúntur kl 22:00?Hvað finnst þér heillandi í fari manneskju?Það er svo ótrúlega margt. Mér finnst það alltaf mjög heillandi þegar fólk hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Jákvætt hugarfar og taka lífinu ekki of alvarlega. Líka alltaf mikill plús þegar fólk er fyndið. Svo agalega gaman að hlægja. NæturlífiðBerglaug PetraÞegar Berlaug er innt eftir einhverjum krassandi sögum af næturlífi Reykjavíkur er hún fljót að svara:Ég hugsa að bestu sögurnar séu bannaðar innan 18 ára svo veit ekki hvort þær eigi heima hér á Vísi. Að lokum, myndir þú segja að þú værir að leita að ástinni?Ég er bara að leita að hamingjunni, kannski er það ástin kannski eitthvað annað. Það verður bara að koma í ljós. Berglaug Petra segist alltaf hafa haft áhuga á hiphoppi og rappi og vera undir miklum áhrifum tónlistarsenunnar í ljósmyndun sinni.Makamál þakka Berglaugu kærlega fyrir spjallið og hlakka til að fylgjast með þessari hæfileikaríku stelpu í komandi framtíð. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar Berglaugar hér.
Ástin og lífið Næturlíf Tengdar fréttir Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00 Nína vildi raunverulegar ástarsögur í útvarpið Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára, sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega. 1. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00
Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra aðeins í Bergþóru og spjalla við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal. 31. júlí 2019 20:00
Nína vildi raunverulegar ástarsögur í útvarpið Nína Hjálmarsdóttir er 27 ára, sviðslista og daskrárgerðarkona sem hefur hlotið mikla athygli fyrir hlaðvarpsþáttinn sinn Ástin sem unninn var í samstarfi við RÚV núll. Makamál hittu Nínu í kaffi og spurðu hana um ástina, ferlið við þáttargerðina og áhrifin sem það hafði á hana persónulega. 1. ágúst 2019 14:30