Ástin og lífið

Fréttamynd

Traustið var löngu farið úr sam­bandinu

Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóa Fel, segir traustið hafa verið löngu farið úr sambandi þeirra fyrir skilnað. Hún þakkar hugvíkkandi efnum hvernig gekk að vinna úr skilnaðinum.

Lífið
Fréttamynd

Frétta­stjóri Heimildarinnar orðin móðir

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri Heimildarinnar, og unnustinn hennar Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti, og sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti, eru orðin foreldrar. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú

Mitt í streitu og hraða lífsgæðakapphlaups samtímans, sem stundum er eins og þrotlaust spretthlaup milli gjalddaga, virðist ekkert fram undan nema óreiðukennd og óútreiknanleg framtíð. Lífsbaráttan getur stundum verið yfirþyrmandi og skekið sálartetrið. En mitt á meðal þessara áskorana langar mig að deila með þér lífssýn sem hefur umbreytt lífi mínu: Enginn er betri en þú og enginn er snjallari en þú!

Skoðun
Fréttamynd

Baltasar, Sunn­eva og Kilja litla njóta lífsins

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og myndlistakonan og leikmyndahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel njóta lífsins ásamt ungu dóttur sinni Kilju Kormáki. Í tilefni dags heilags Valentínusar í gær birti Sunneva fyrstu myndirnar af fjölskyldunni litlu á ferðalagi um heiminn.

Lífið
Fréttamynd

Kanye og Censori séu við það að skilja

Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye, og eiginkona hans Bianca Censori og eru sögð við það að skilja. Parið hefur verið gift frá árinu 2022 og hefur vakið mikla athygli saman, þá sérstaklega fyrir klæðaburð hennar, eða skort á honum.

Lífið
Fréttamynd

Öðru­vísi hug­myndir fyrir Valentínusar­daginn

Valentínusardagurinn eða dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn á morgun, þann 14. febrúar. Í tilefni dagsins er tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann og njóta stundarinnar með ástinni.

Lífið
Fréttamynd

Hraðstefnumót fyrir eldri borgara

Bíó Paradís efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara að lokinni sýningu á hjartnæmri ástarsögu sem slegið hefur í gegn erlendis og hlotið lof gagnrýnenda.

Lífið
Fréttamynd

Maríanna og Dommi trú­lofuð

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru trúlofuð. Guðmundur, eða Dommi, hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum, er eigandi Netheima og job.is og starfar sem ráðgjafi.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir dýravelferð. Hún er einhleypan á Vísi í þetta skiptið, segist vera svakaleg dellukona, hugrekki heillar en afstöðuleysi og eigingirni heilla ekki. Leyndur hæfileiki Rósu kemur á óvart. 

Makamál
Fréttamynd

Sleikurinn við Colin Farrell ó­gleyman­legur

Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í tíunda áratugar þáttaröðinni 90201, fer hispurslaust yfir fortíð sína í hlaðvarpi sem hún heldur úti. Hún hefur verið óhrædd við að deila sögum af fyrrum ástmönnum sínum og í nýjasta þættinum segir hún frá eftirminnilegum kossi hennar og írsku stórstjörnunnar Colinn Farrell.

Lífið
Fréttamynd

Drengurinn skal heita Ezra

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er engin þrauta­ganga fyrir mig“

Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Lífið
Fréttamynd

„Á svona tíma­punkti vantar mann að geta tengt við ein­hvern“

„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.

Lífið
Fréttamynd

Þurfti að gegna fjöl­mörgum hlut­verkum sam­tímis sem að­standandi

„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.

Lífið
Fréttamynd

Guð­laugur og Anný Rós keyptu ein­býli í Garða­bæ

Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Dagur og Ingunn hætt saman

Dagur Sigurðsson, handboltagoðsögn og þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, og Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi Bpro eru hætt saman eftir tveggja ára samband.

Lífið
Fréttamynd

Tanja Ýr eignaðist dreng

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa eignast þeirra fyrsta barn. Tanja Ýr fæddi dreng þann 23. janúar og segir að hún og Ryan gætu ekki verið heppnari.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Lífið
Fréttamynd

Þorir loksins að hlusta á út­varpið í bíl mömmu sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður og rithöfundur er orðinn óhræddur við að kveikja á útvarpinu í bílnum. Hann fékk bílpróf fyrir rúmum þremur árum síðan, segist vera afleitur ökumaður og keyrði lengi vel í þögninni einni. Vinnufélagi segir hann hafa stórbætt sig frá því hann hafi varla þorað að keyra út úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Svala slær sér upp

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins

Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.

Lífið