Íslensku konurnar hafa pakkað þeim bandarísku saman á síðustu CrossFit leikum þrátt fyrir að þær síðarnefndu hafi verið á heimavelli.
Íslensku CrossFit stelpurnar hafa komist sex sinnum á verðlaunapall á síðustu fjórum heimsleikum í CrossFit en keppni hefst í dag á 2019 leikunum í Madison.
Engin þjóð hefur átt svo marga verðlaunahafa í kvennaflokki á heimsleikunum frá og með 2015 þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fyrst hraustasta kona heims.
Það er fróðlegt að bera saman árangur íslensku stelpnanna við árangur bandarísku CrossFit stelpnanna.
Bandaríkin hafa nefnilega ekki átt konu í verðlaunasæti á heimsleikunum síðan 2014 þegar Julie Foucher varð í 3. sætinu á eftir Camille Leblanc-Bazinet og Anníe Mist Þórisdóttur fyrir fimm árum.
Vonandi tekst íslensku stelpunum að halda þessu góða gengi áfram á leikunum sem hefjast seinna í dag.
Flest verðlaunasæti þjóða í kvennakeppni heimsleikana 2015-2018:
6 - Ísland (Katrín Tanja Davíðsdóttir 3, Sara Sigmundsdóttir 2, Anníe Mist Þórisdóttir 1)
5 - Ástralía (Tia-Clair Toomey 4, Kara Webb 1)
1 - Ungverjaland (Laura Horváth 1)
0 - Bandaríkin (engin)
Efstu þrjár konur á síðustu heimsleikum í CrossFit:
2018
1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu
2. Laura Horváth, Ungverjalandi
3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi
2017
1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu
2. Kara Webb, Ástralíu
3. Anníe Mist Þórisdóttir, Íslandi
2016
1. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi
2. Tia-Clair Toomey, Ástralíu
3. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi
2015
1. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi
2. Tia-Clair Toomey, Ástralíu
3. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi
Ísland 6 - Bandaríkin 0 á heimsleikunum í CrossFit 2015-2018
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

