Broadway-goðsögn lést í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 07:56 Harold Prince var 91 árs þegar hann lést. Vísir/Getty Harold Prince, margverðlaunaður bandarískur leikstjóri og framleiðandi, lést í Reykjavík í gær, 91 árs að aldri. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla var Prince á leið frá Evrópu til New York með flugi þegar hann veiktist skyndilega og var í kjölfarið úrskurðaður látinn á Íslandi. Ekki hefur verið tilgreint hvort Prince hafði dvalið hér á landi eða hvort hann var á ferðalagi frá meginlandi Evrópu. Prince leikstýrði og framleiddi fjölda tímamótasýninga á Broadway-sviðinu. Þar má nefna Phantom of the Opera, Cabaret, Company og Sweeney Todd. Hann hlaut alls 21 Tony-verðlaun á ferlinum, m.a. í flokki framleiðenda, fyrir besta söngleikinn og heiðursverðlaun fyrir ævistörf sín. Prince lætur eftir sig eiginkonu til 56 ára, Judy, tvö börn og þrjú barnabörn. Hér að neðan má horfa á viðtal við Prince þar sem hann ræðir farsælan feril sinn á Broadway-sviðinu.Breska tónskáldið Andrew Lloyd Webber var á meðal þeirra sem minntust Prince með hlýju í gærkvöldi. „Ekki aðeins söngleikjaprinsinn, heldur hinn krýndi leiðtogi sem leikstýrði tveimur af bestu uppsetningum ferils míns, Evitu og Phantom,“ skrifaði Webber á Twitter.Farewell HalNot just the prince of musicals, the crowned head who directed two of the greatest productions of my career, Evita and Phantom.This wonderful man taught me so much and his mastery of musical theatre was without equal.- ALW pic.twitter.com/CJomXUFUyp— Andrew Lloyd Webber (@OfficialALW) July 31, 2019 Andlát Bandaríkin Leikhús Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Harold Prince, margverðlaunaður bandarískur leikstjóri og framleiðandi, lést í Reykjavík í gær, 91 árs að aldri. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla var Prince á leið frá Evrópu til New York með flugi þegar hann veiktist skyndilega og var í kjölfarið úrskurðaður látinn á Íslandi. Ekki hefur verið tilgreint hvort Prince hafði dvalið hér á landi eða hvort hann var á ferðalagi frá meginlandi Evrópu. Prince leikstýrði og framleiddi fjölda tímamótasýninga á Broadway-sviðinu. Þar má nefna Phantom of the Opera, Cabaret, Company og Sweeney Todd. Hann hlaut alls 21 Tony-verðlaun á ferlinum, m.a. í flokki framleiðenda, fyrir besta söngleikinn og heiðursverðlaun fyrir ævistörf sín. Prince lætur eftir sig eiginkonu til 56 ára, Judy, tvö börn og þrjú barnabörn. Hér að neðan má horfa á viðtal við Prince þar sem hann ræðir farsælan feril sinn á Broadway-sviðinu.Breska tónskáldið Andrew Lloyd Webber var á meðal þeirra sem minntust Prince með hlýju í gærkvöldi. „Ekki aðeins söngleikjaprinsinn, heldur hinn krýndi leiðtogi sem leikstýrði tveimur af bestu uppsetningum ferils míns, Evitu og Phantom,“ skrifaði Webber á Twitter.Farewell HalNot just the prince of musicals, the crowned head who directed two of the greatest productions of my career, Evita and Phantom.This wonderful man taught me so much and his mastery of musical theatre was without equal.- ALW pic.twitter.com/CJomXUFUyp— Andrew Lloyd Webber (@OfficialALW) July 31, 2019
Andlát Bandaríkin Leikhús Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira