Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2019 23:45 Áróðursmynd sem fylgdi einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu. Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu.
Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30