Eyðilagði tvo spaða á klósettinu og hrækti svo á dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Nick Kyrgios. Getty/Minas Panagiotakis Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann. Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios er þekktur skaphundur og það þarf því ekkert að koma mikið á óvart að skapið hans sé eitthvað til vandræða. Kyrgios bauð hins vegar upp á „nýjungar“ í skammarlegri framkomu sinni á Cincinnati Masters mótinu um helgina. Nick Kyrgios tapaði þar fyrir Karen Khachanov, 6–7, 7–6, 6–2 í annarri umferð. Kyrgios kom til baka og vann fyrsta settið en í öðru settinu fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Fergus Murphy, dómari leiksins, aðvaraði Kyrgios fyrir að taka sér of langan tíma í uppgjafir sínar og það var aðeins eins og olía á eldinn. Andstæðingurinn Karen Khachanov hélt ró sinni allan tímann og marði síðan sigur í öðru settinu.BANG, BANG!! Nick Kyrgios absolutely DESTROYED two racquets and the commentators lost it Watch the Cincinnati Masters live on ESPN. pic.twitter.com/q2d2dTeND3 — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios fékk síðan refsingu í þriðja settinu fyrir að kalla dómarann versta dómarann frá upphafi. Það var samt bara byrjunin enda svo sem ekkert nýtt að sjá tennisspilara öskra ósátta á dómara. Nick Kyrgios var á þessum tímapunkti augljóslega að brenna yfir af reiði. Hann hafði þó vit á því til að forðast frekari refsingar dómarans og fékk leyfi til þess að fara á klósettið."You're a f---ing tool bro!" "One of the craziest matches you're likely to see." Nick Kyrgios wasn't quite gracious in defeat at the Cincinnati Masters. pic.twitter.com/fR0f3Ji71l — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 15, 2019 Nick Kyrgios greip með sér tvo spaða og handklæði í leiðinni og strunsaði inn á klósett. Fergus Murphy dómari vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu því hann sagði síðan í talstöðina sína: „Hann fór á klósettið með tvo spaða og kom til baka með tvo brotna spaða.“ Kyrgios fékk síðan viðvörun fyrir að taka sér of langan tíma til að gera annan óbrotinn spaða klárann. Ástralinn hætti að reyna á sig í lokasettinu og Karen Khachanov vann örugglega. Kyrgios tók í höndina á Karen Khachanov eftir leikinn, kallaði síðan blótsyrði í átt að dómaranum og virtist síðan hrækja á Fergus Murphy dómara. Nick Kyrgios hlýtur að fá sekt fyrir þessa skammarlegu framkomu sína og jafnvel bann.
Ástralía Bandaríkin Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira