Nike ætlar ekki lengur að "refsa“ íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:00 Allyson Felix fagnar með bandaríska fánann á Ólympíuleikunum í Ríó. Getty/Cameron Spencer Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira