Úti á landi Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun