Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 23:21 Byrjað var að grafa fórnarlömb sjálfsmorðsárásarinnar strax í dag. Vísir/AP Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk. Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk.
Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38