Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda. Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda.
Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira