Handbolti

Strákarnir töpuðu síðustu þremur leikjunum á HM og enduðu í 8. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Goði Ingvar Sveinsson skoraði tvö mörk gegn Spáni.
Goði Ingvar Sveinsson skoraði tvö mörk gegn Spáni. mynd/ihf
Ísland tapaði fyrir Spáni, 26-30, í leiknum um 7. sætið á HM U-19 ára í handbolta karla í Norður-Makedóníu.

Íslendingar töpuðu síðustu þremur leikjum sínum á HM og enduðu í 8. sæti á mótinu.

Haukur Þrastarson og Tumi Steinn Rúnarsson léku ekki með íslenska liðinu í dag.

Ísland var 8-12 undir í hálfleik. Spánverjar komust mest átta mörkum yfir, 21-29, í seinni hálfleik en Íslendingar löguðu stöðuna með því að skora fimm af síðustu sex mörkum leiksins.

Dagur Gautason og Arnór Snær Óskarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ísland í dag. Einar Örn Sindrason og Eiríkur Guðni Þórarinsson skoruðu báðir fjögur mörk. Svavar Sigmundsson varði níu skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×