Thomas fór á kostum og er kominn með sex högga forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 23:15 Thomas var sjóðheitur í dag. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun. Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun.
Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira