El Mundo á Spáni greinir frá en í frétt blaðsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um skógareldinn síðdegis í dag. Strax varð ljóst að eldurinn gæti orðið umfangsmikill og ef marka má myndir og myndbönd frá vettvangi er ljóst að um töluverðan eld er að ræða.
Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en slökkviliðsmenn hafa glímt við skógarelda á tveimur stöðum á eyjunni undanfarna daga. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna, þar á meðal Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir sem þurfti að yfirgefa sumarbústað sinn um miðja nótt í vikunni, líkt og hún lýsti í viðtali við Vísi.
Incendio visto desde el casco de @Tejeda_GCpic.twitter.com/eLBHvp7VVk
— tejedadigital.es (@tejedadigital) August 17, 2019
Reyk frá eldunum leggur nú í átt að þéttbýlunum El Rincón og Tejeda en búið er að kalla út aukin mannskap og tækjabúnað vegna hins nýja elds.