Kjörís gaf gestum sínum þrjú tonn af ís í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2019 20:15 Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn. Hveragerði Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn.
Hveragerði Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira