Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2019 11:00 Cezary með stórann urriða sem hann veiddi nýlega við þjóðgarðinn. Mynd: Veiðikortið Það er regin misskilningur að halda að það veiðist aðeins stór urriði í þjóðgarðinum við Þingvelli á vorin en síðsumars getur verið mikið líf á svæðinu. Það er mikið af urriða þarna á sveimi og þá sérstaklega seint á kvöldin í ljósaskiptunum en þá kemur hann oft nærri landi og er að elta murtur og smábleikju og það sést oft vel í kvöldstillunni þegar boðaföllin brjóta yfirborðið. Einn af þeim sem hefur verið að gera góða hluti þarna síðustu daga er Cezery Fijalkowski en hann er búinn að veiða um það bil 70 væna urriða í vatninu í sumar þar sem uppistaðan er rígvænn urriði. Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til. Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Það er regin misskilningur að halda að það veiðist aðeins stór urriði í þjóðgarðinum við Þingvelli á vorin en síðsumars getur verið mikið líf á svæðinu. Það er mikið af urriða þarna á sveimi og þá sérstaklega seint á kvöldin í ljósaskiptunum en þá kemur hann oft nærri landi og er að elta murtur og smábleikju og það sést oft vel í kvöldstillunni þegar boðaföllin brjóta yfirborðið. Einn af þeim sem hefur verið að gera góða hluti þarna síðustu daga er Cezery Fijalkowski en hann er búinn að veiða um það bil 70 væna urriða í vatninu í sumar þar sem uppistaðan er rígvænn urriði. Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til.
Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði