Kolbeinn í viðtali í virtasta boxtímariti heims: „Vonandi borgar öll vinnan sig á endanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í löngu viðtali í boxtímaritinu virta, The Ring. Í viðtalinu fer Kolbeinn um víðan völl. Hann ræðir m.a. um hvernig það er að vera boxari í landi þar sem atvinnuhnefaleikar eru bannaðir. „Ég er einhyrningur,“ svarar Kolbeinn hlæjandi aðspurður af hverju svona fáir boxarar séu á Íslandi. „Ég segist vera frá Íslandi og þeir halda að það sé Eistland. Þeir geta ekki ímyndað sér að hnefaleikar séu stundaðir á Íslandi.“ Síðasti sigur ekki skráðurKolbeinn fer einnig yfir upphafið á boxferlinum og hversu miklar fórnir hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Hann hefur t.a.m. þurft að borga mikið úr eigin vasa, bara fyrir það eitt að geta keppt. „Við höfum þurft að grátbiðja fólk um að fá að vera með á bardagakvöldum,“ segir Kolbeinn sem hefur þurft að borga fyrir andstæðing án þess að hafa sjálfur neitt upp úr krafsinu. Kolbeinn hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Síðast bar hann sigurorð af Gyorgy Kutasi í Ungverjalandi. Þótt myndband sé til af bardaganum hefur Kolbeinn ekki fengið sigurinn skráðan af BoxRec og ekki fengið svar af hverju svo sé. Átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerirAtvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér á landi síðan 1956. Kolbeinn vonast til að það breytist í framtíðinni. „Þú átt ekki að stjórna því hvað annað fólk gerir. Þú hefur frjálsan vilja. Þú mátt reykja, drekka áfengi, þú getur hoppað fram af húsþaki. Það er ekki bannað. En þú mátt ekki stunda íþrótt,“ segir Kolbeinn. Hann vonast til að öll vinnan skili sér á endanum. „Ég er mjög metnaðarfullur og legg mig allan fram og fórna miklu. Ég trúi því að á endanum borgi það sig,“ segir Kolbeinn.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Box Tengdar fréttir Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Bak við tjöldin með íslenskum atvinnuboxara í sigurför til Búdapest Kolbeinn Kristinsson, eini íslenski atvinnuboxarinn í dag, vann fyrr í sumar sinn ellefta hnefaleikabardaga á ferlinum þegar hann kláraði bardaga á móti Ungverjanum Gyorgy Kutasi á tæknilegu rothöggi í annarri lotu. 12. ágúst 2019 23:00