Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:30 Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna. Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna.
Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37