Aston Villa og Birkir komust að samkomulagi í síðstu viku að rifta samningi þeirra á milli en Birkir hafði leikið með Aston Villa frá 2017.
Nú eru allar líkur á því að Birkir fari aftur til Ítalíu þar sem hann lék frá 2012 til 2015 en hann lék með Pescara og Sampdoria þar í landi.
#Agente#Bjarnason#Pescara: "Nessun ritorno in Abruzzo, lo vogliono #Spal e #Genoa" - ESCLUSIVA EC https://t.co/yu2LNuFoCw - #EuropaCalcio
— EuropaCalcio (@EuropaCalcio) August 14, 2019
Nú eru það SPAL og Genoa sem vilja fá hárprúða miðjumanninn til sín en þau eru bæði í úrvalsdeildinni þar í landi. SPAL endaði í 13. sætinu á síðustu leiktíð og Genoa fjórum sætum neðar.