Arnar gegn Ágústi í Víkinni í kvöld: „Þegar þú ert kominn svona langt áttu ekki að setjast í neinar skotgrafir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Mjólkurbikarinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira