„Ef reynt verður að stöðva vegagerðina þá myndum við slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þyrfti. Við ætlum ekki að standa í neinum illdeilum,“ segir hún.

Hún segir meirihlutann fylgjandi vegabótunum.
Vegurinn er nú vaktaður af eigendum og kæruferli í gangi um hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og þá undir forræði Vegagerðarinnar.
„Það er ómögulegt að segja til um hvenær framkvæmdir hefjast á þessum hluta. Við erum núna að fara að undirbúa að vinna inni í botni Ófeigsfjarðar og verðum þar í einhvern tíma,“ segir Birna.
Ekki verður þó beðið eftir úrskurðinum sem óvíst er hvenær muni líta dagsins ljós. „Samkvæmt öllu fyrirliggjandi þá höfum við heimildir til að halda þarna áfram,“ segir hún.
Allar vegaframkvæmdir verða innan sex metra veghelgunarsvæðis og veglínunni breytt í tveimur kröppum beygjum.