Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 21:19 Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl. Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl.
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45
Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19
Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00