Skotland

Fréttamynd

Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mis­tök

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum.

Erlent
Fréttamynd

Sæti Artúrs logar

Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina.

Erlent
Fréttamynd

Robertson vildi ekki ræða Liverpool

Andrew Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins og leikmaður Liverpool á Englandi, vildi ekki ræða félagsliðið sitt í viðtölum fyrir landsleik Skota við Ísland sem fram fer í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Telja á­kvæði jafn­réttislaga ekki ná yfir trans konur

Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Innlent
Fréttamynd

Rauðar við­varanir vegna Éowyn

Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hvirfilbyljum á Bret­lands­eyjum

Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Nicola Sturgeon orðin ein­hleyp

Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Mál horfinna systra skekur Skot­land

Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku.

Erlent
Fréttamynd

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Lífið
Fréttamynd

Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skot­landi

Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið.

Innlent